Ný stjórn kjörin á ađalfundi ráđsins - myndir

Aðalfundur Norsk-íslenska viðskiptaráðsins fór fram í sendiherra bústaðnum í Osló 19. maí síðastliðinn.
Lauga Óskarsdóttir hjá United Influencers og Auður Sveinsdóttir hjá VALKA kjörnar nýjar í stjórnina en Karl Otto Eidem og Hulda Bjarnadóttir fara úr stjórn.

Hermann Ingólfsson sendiherra og Hildur eiginkona hans tóku vel á móti stjórninni og meðlimum ráðsins og að aðalfundarstörfum loknum hélt Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri erindi um orkumál og framtíðarhorfur í þeim efnum. 

Hópurinn hélt að lokum út að borða á veitingastaðinn Pjoltergeist sem Íslendingurinn Atli Mar Yngvason rekur. Mjög spennandi upplifun og óhætt að mæla með þessum skemmtilega og vandaða, en vel falda, veitingastað í miðbæ Oslóar.

Við birtum nokkrar myndir frá deginum á Facebook síðu ráðsins - smelltu hér.