Norsk-íslenska viðskiptaráðið – Samþykktir

Félagslög
fyrir Norsk-íslenska viðskiptaráðið

1. grein

Nafn félagsins og aðsetur

Nafn félagsins er "Norsk-íslenska viðskiptaráðið" eða Norsk-Islandsk Handelskammer (NIH). Félagið hefur aðsetur á skrifstofu Viðskiptaráðs Íslands í Reykjavík.

2. grein

Tilgangur og verkefni

Tilgangur félagsins er að efla viðskipti og efnahagssamvinnu landanna. Félagið mun leitast við að starfa með þeim félögum á Íslandi og í Noregi, sem vinna að hliðstæðum verkefnum. Til að stuðla að þessum markmiðum mun félagið, eftir efnum og ástæðum, standa fyrir fræðslufundum og ráðstefnum og veita upplýsingar um atvinnulíf, fjárfestingarmöguleika og viðskiptamöguleika í Noregi og á Íslandi.

Félagið mun jafnframt leitast við að gæta hagsmuna félagsmanna gagnvart stjórnvöldum á Íslandi og í Noregi.

3. grein

Félagar

Félagar geta orðið einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir á Íslandi og í Noregi, sem stuðla vilja að markmiðum félagsins.

Hver félagi hefur eitt atkvæði á fundum félagsins. Atkvæðisréttur fellur niður hafi

félagsgjöld ekki verið greidd á eindaga.

Úrsögn úr félaginu skal berast skriflega með 30 daga fyrirvara og skal miðast við ársbyrjun. Stjórnin getur vikið félögum úr félaginu vinni þeir gegn tilgangi þess.

Aðalfundur getur kosið heiðursfélaga, sem tilnefndur hefur verið af stjórn félagsins. Heiðursfélagi hefur seturétt á fundnum félagsins en ekki atkvæðisrétt.

4. grein

Fjármál

Starfsemi félagsins er fjármögnuð með félagsgjöldum, sem ákveðin eru af aðalfundi að fenginni tillögu stjórnar, svo og tekjum af annarri starfsemi sem fram fer á vegum félagsins.  Stærri viðburðir verða fjármagnaðir að mestu eða öllu leyti með styrkjum.  Reikningar félagsins eru lagðir fram af framkvæmdastjóra og undirritaðir af formanni, eða varaformanni í hans fjarvist, ásamt minnst þremur öðrum stjórnarmönnum.  Allir stjórnarmenn skulu kynna sér reikninga félagsins og senda inn breytingartillögur minnst þremur vikum fyrir aðalfund.  Fjárhagsár félagsins er 31. mars-1. apríl ár hvert.

5.grein

Stjórn

Stjórn félagsins skipa mest níu menn, kosnir á aðalfundi og skal leitast við 2-3 þeirra sé staðsettir á Íslandi.  Formaður og varaformaður stjórnar skulu kosnir á aðalfundi félagsins. Stjórnin skal ráða framkvæmdastjóra sem ber ábyrgð á daglegum störfum félagsins.

6. grein

Stjórnarfundir

Formaður eða varaformaður í forföllum hans, boðar til stjórnarfunda. Stjórnarfundir eru lögmætir ef löglega hefur verið boðað til þeirra og minnst helmingur stjórnarmanna eru mættir. Falli atkvæði jafnt hefur formaður eða varaformaður í hans forföllum úrslitavald.

7. grein

Skuldbindingar

Formaður stjórnar kemur fram fyrir hönd félagsins út á við.  Aðrir stjórnarmenn koma fram fyrir hönd félagsins þegar við á en einungis ef stjórn hefur tekið ákvörðun um að svo sé.    Formaður stjórnar eða varaformaður í hans forföllum hafa rétt til að skuldbinda (fjárhagslega eða á annan hátt) félagið en einungis í samráði við annan stjórnarmann og framkvæmdarstjóra félagsins.

8. grein

Aðalfundur

Aðalfund félagsins skal halda fyrir lok maí á ári hverju. Senda skal út boð um aðalfund með minnst þriggja vikna fyrirvara.

Eftirfarandi atriði skulu vera á dagskrá aðalfundar:

1. Fundarsetning, kosning fundarstjóra og fundarritara

2. Ársskýrsla stjórnar

3. Ársreikningar

4. Lagabreytingar

5. Kosning stjórnar, stjórnarformanns og varaformanns stjórnar

6. Kosning tveggja endurskoðenda

7. Ákvörðun um félagsgjöld

8. Önnur mál

9. grein

Félagsfundir

Almenna fundi félagsins skal boða skriflega með hæfilegum fyrirvara.

10. grein

Breytingar á samþykktum

Lögum félagsins má aðeins breyta á aðalfundi. Tillögur um lagabreytingar skal leggja fyrir stjórn a.m.k. fjórum vikum fyrir aðalfund. Allar tillögur um breytingar á lögum félagsins skulu fylgja aðalfundarboði, undirritaðar af flutningsmanni/mönnum. Sama gildir um tillögur um slit félagsins. Ákvörðun um lagabreytingar eða slit félagsins skal tekin með 2/3 hluta greiddra atkvæða á aðalfundi. Sé tekin ákvörðun um slit félagsins skulu eignir sem gætu verið til ráðstöfunar renna til félaga eða stofnana sem hafa það að markmiði að efla viðskipti og efnahagssamvinnu Íslands og Noregs.

Norsk-íslenska viðskiptaráðið

Hús atvinnulífsins

Borgartúni 35, 5. hæð

105 Reykjavík

Hafa samband

bilateral@chamber.is

+354 510 7100