Um okkur.
Viðskiptaráðið var stofnað þann 8. mars 2011. Tilgangur félagsins er að efla viðskipti og efnahagssamvinnu landanna. Félagið mun leitast við að starfa með þeim félögum á Íslandi og í Noregi, sem vinna að hliðstæðum verkefnum. Til að stuðla að þessum markmiðum mun félagið, eftir efnum og ástæðum, standa fyrir fræðslufundum og ráðstefnum og veita upplýsingar um atvinnulíf, fjárfestingarmöguleika og viðskiptamöguleika í Noregi og á Íslandi.
Markmið
Norsk-íslenska viðskiptaráðið ("NIH") hefur það að markmiði að efla og viðhalda viðskiptatengslum milli Noregs og Íslands. NIH er vettvangur fyrir fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga til að stækka og styrkja tenglanet sitt. NIH hefur það einnig að markmiði að vera vettvangur upplýsingamiðlunar milli Noregs og Íslands.
Helstu verkefni
Stjórn ráðsins.
Formaður:
Steinunn K. Þórðardóttir, Acton Capital
Stjórnarmeðlimir á Íslandi:
Hulda Bjarnadóttir, Marel
Laufey Fríða Guðmundsdóttir, BL
Valgeir Magnússon, Pipar/TBWA
Stjórnarmeðlimir í Noregi:
Agnes Árnadóttir, Brim Explorer
Bjørn Tore Larsen, Icelandair
Guðmundur Einarsson, Viljeve AS
Lára Konráðsdóttir, Eimskip
Margrét Gunnarsdóttir, Arntzen de Besche Avokatfirma AS.
Norsk-íslenska viðskiptaráðið
Hús atvinnulífsins
Borgartúni 35, 5. hæð
105 Reykjavík